UN Women-gleði í dag!

051566e_-_unifemÍ ársbyrjun sameinaðist UNIFEM þremur systurstofnunum innan Sameinuðu þjóðanna. Þessi tímamótastofnun hefur hlotið nafnið UN Women og tók formlega til starfa á alþjóðavísu 24. febrúar síðastliðinn við mikinn stjörnufans í New York.


Í tilefni af þessum sögulega áfanga kvenréttindabaráttunnar, mun íslenska landsnefndin standa fyrir einskærri gleði á Laugavegi 19 við Hljómalindarreitinn í dag klukkan 17.15.


Samstarfsverkefni UN Women og Kitty Von-Sometime og WEIRD GIRLS PROJECT  verður kynnt. Fjallkona allra kvenna (Elma Lísa Gunnarsdóttir) mun ávarpa gesti ásamt kröftugri tónlist og góðri stemmningu.


Markmið hátíðarinnar er að vekja Íslendinga til umhugsunar um stöðu kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum en jafnframt að gleðjast yfir því að aðildaríki Sameinuðu þjóðanna hafi loksins ákveðið að setja meiri áherslu á jafnréttismál. Til að draga úr fátækt í heiminum er bráðnauðsynlegt að efla konur um allan heim. UN Women er skref í rétta átt.


Gestir eru hvattir til þess að mæta fyrir utan Laugaveg 19 við Hljómalindarreitinn kl. 17.15 eða við klukkuna á Lækjartorgi kl. 16.55.