fbpx

Skrifstofan lokuð vegnar ferðar starfsmanna á fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Heim / Fréttir / Skrifstofan lokuð vegnar ferðar starfsmanna á fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

371424000_f1c94887b1_bKæru velunnarar UN Women á Íslandi

Skrifstofan verður lokuð dagana 21. til 28. febrúar vegna ferðar starfsmanna á fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York.
UN Women tekur formlega til starfa fimmtudaginn 24. febrúar og af því tilefni efna höfuðstöðvarnar til hátíðlegrar dagskráar.

Til þess að fagna þessum tímamótaviðburði á Íslandi hefur hefur íslenska landsnefndin fengið listakonuna Kitty Von-Sometime og gjörningahópinn WEIRD GIRLS PROJECT til liðs við sig.

Til stendur að afhjúpa listrænt verk eftir Kitty Von-Sometime á áberandi stað í miðbæ Reykjavíkur. Mikil leynd hvílir yfir verkinu – svo mikil að starfsmenn UN Women á Íslandi vita ekki hvað listakonan hefur í bígerð. Að ósk listakonunnar er ekki hægt að gefa upp nákvæma staðsetningu verksins er að svo stöddu.
Íslensku landsnefndinni þykir viðeigandi að fagna þessum sögulega viðburði á alþjóðlegum degi kvenna og okkur væri það mikill heiður ef sem flestir sæju sér fært að mæta klukkan 17.15, þriðjudaginn 8. mars.

Í ljósi þess að jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna, skorar UN Women á gesti (sérstaklega konur) að bjóða karlmanni með til þess að fagna með okkur. Aukið jafnrétti er jú allra hagur.

Nákvæm staðsetning verður gefin upp þegar nær dregur.

Related Posts