Styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum

Styrktarsjóður SÞ (UN Trust Fund to End Violence against Women) hefur starfað undanfarin tuttugu ár um allan heim að upprætingu á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum

Kjarnaframlög

Kjarnaframlög til UN Women gera stofnuninni kleift að starfa á tryggum grunni á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Þau eru afar mikilvæg ungri stofnun eins og UN Women sem er að vaxa og styrkjast í sessi. Með kjarnaframlögum er mögulegt að halda á lofti verkefnum sem hafa lítinn fjárhagslegan stuðning sem og að veita fé til aðkallandi verkefna á svæðum þar sem þörfin er brýn og bregðast þarf skjótt við, s.s. vegna náttúruhamfara eða farsótta.

Neyð

Í neyð eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 60% kvenna láta lífið við barnsburð í stríðsátökum eða þegar náttúruhamfarir hafa átt sér stað. Stúlkur erum rúmlega helmingi líklegri til að detta úr námi heldur en strákar auk þess sem konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur. UN Women starfar á vettvangi í þágu kvenna í neyð og sinnir samræmingarhlutverki meðal stofnana Sameinuðu þjóðanna og vinnur að því að kvenmiða neyðaraðstoð.