Samstarf við utanríkisráðuneytið

Utanríkis­ráðu­neytið hefur lengi átt gott samstarf við lands­nefnd UN Women á Íslandi og árið 2014 undirritaði fulltrúi Stjórnar­ráðs Íslands yfirlýsingu um að fylgja Jafnréttissátt­mála stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Ári síðar undirrituðu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Guðrún Ögmundsdóttir, formaður stjórnar landsnefndar UN Women samstarfssamning utanríkisráðuneytisins við landsnefndina fyrir tímabilið 2016-2018.

Hvatningaverðlaun jafnréttismála

Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Jafnréttissáttmáli UN Women

UN Women og UN Global Compact standa að Jafnréttissáttmálanum (e. Women‘s Empowerment Principles).

Jafnréttissáttmálinn er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta, óháð landi og atvinnugrein og snúa viðmiðin fyrst og fremst að kynjajafnrétti.