Af hverju er nauðsynlegt að styrkja konur?

Konur og stúlkur eru helmingur mannkyns. Jafnrétti kynjanna snertir okkur öll og eru grundvallarmannréttindi sem ber að tryggja, rétt eins og aðgengi að menntun eða vatni.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja SÞ árið 2015. Fimmta markmiðið felur í sér að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Ómögulegt er að ná hinum sextán markmiðum án þess fimmta. 

Þrátt fyrir að mannréttindasáttmálar og stjórnarskrár flestra ríkja kveði á um að konur og stúlkur eigi að njóta sömu réttinda og karlmenn standa konur hvergi í heiminum jafnfætis karlmönnum á öllum sviðum samfélagsins.

Í samfélögum þar sem konur og stúlkur hafa greiðan aðgang að heilsugæslu, menntun, stjórnmálum og atvinnu ríkir meiri friður, dregur úr fátækt, ofbeldi og hagsæld eykst. Þegar konur njóta sömu tækifæra og karlmenn blómstra samfélög.

Allir græða á kynjajafnrétti

icon-ofbeldi

Afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum

Hvert einasta samfélag er þjakað af kynbundnu ofbeldi en ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt ofbeldi á lífsleiðinni. Á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir eiga framfarir sér ekki stað í jafnréttisbaráttunni. Kynbundið ofbeldi hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- sem og félagslegu tilliti en þegar konur eru heilbrigðar eru samfélög heilbrigð.

icon-politik

Pólitísk valdefling

Á heimsvísu er aðeins ein af hverjum fimm þingmönnum, kona. Um þessar mundir eru starfandi þingkonur í heiminum aðeins tæp 23% allra þingmanna. Tíu konur gegna embætti forseta og níu konur eru forsætisráðherrar í heiminum. Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum. Leiðtogaþjálfun og efling þátttöku kvenna í stjórnmálum eru lykilatriði við að lagfæra þennan halla.

icon-efnahagur

Efnahagsleg valdefling

Kynbundinn launamunur þjakar samfélög heimsins. Þrátt fyrir að framlag kvenna til hagkerfa heimsins sé gríðarlegt sama hvort litið sé til viðskipta, landbúnaðar, nýsköpunar eða ólaunaðra umönnunarstarfa þéna konur enn 24% minna en karlmenn á heimsvísu. Efnahagsleg valdefling kvenna gerir ekki eingöngu konum kleift að blómstra heldur samfélögum í heild sinni.

icon-neyd

Friður, öryggi og mannúðarstarf

Í neyð eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. Sextíu prósent kvenna sem láta lífið við barnsburð eða á meðgöngu eru konur sem búa á hamfarasvæðum ýmist vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Stúlkur eru rúmlega helmingi líklegri til að þurfa að hætta námi heldur en strákar auk þess sem konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur í neyð og á stríðshrjáðum svæðum.

DÆMISÖGUR

Ndyandin Dawara frá Gambíu tók þá örlagaríku ákvörðun að láta dóttur sína ekki ganga í gegnum það sama og hún sjálf þurfti að þola.

Laura Bosnea var fyrst Roma-kvenna til að vera kosin í borgarráð í Moldavíu í kjölfar leiðtogaþjálfunar á vegum UN Women.

Martha Benavante hlaut þjálfun í sólarorkufræði á vegum verkefnis UN Women og vinnur nú að því að sólarorkuvæða þorpið sitt.

HVERNIG GETUR ÞÚ LAGT ÞITT AF MÖRKUM?

HVERNIG GETUR ÞÚ LAGT ÞITT AF MÖRKUM?