HeForShe er alþjóðleg hreyfing UN Women sem hvetur sérstaklega karlmenn til að beita sér í baráttunni fyrir kynjajafnrétti.

Hreyfingunni var ýtt úr vör fyrir fjórum árum í Sameinuðu þjóðunum af leikkonunni Emmu Watson sem hvatti karlmenn til að láta til sín taka.

MeToo byltingin og lýsingar kvenna af kynbundnu ofbeldi og áreitni hafa hreyft við fólki. Konur eiga alls staðar á hættu að vera beittar kynbundnu ofbeldi og verða fyrir áreitni, hvort sem er á eigin heimili, á vinnustað, í íþróttum, á skemmtistöðum, eða einfaldlega á götum úti. Skyndilega erum við farin að taka umræðu sem samfélagið hefur ekki verið tilbúið til að taka.

En „hvað eigum við að gera?“ er spurt í framhaldi. „Hvernig getum við breytt þessari rótgrónu og fjandsamlegu menningu í garð kvenna?“ „Hvað eiga karlmenn að gera við þessar upplýsingar?“ „Hvað svo?“

Hvað getur þú gert?
  • Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Taktu samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvettu hann til að leita sér hjálpar
  • Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
  • Hringdu á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
  • Tilkynntu stafrænt kynferðisofbeldi og netníð sem þú verður vitni að
Vissir þú að?
  • Um 120 milljónir núlifandi stúlkna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
  • Konur og stúlkur eru 71% allra þolenda mansals í heiminum
  • Þriðja hver kona í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi
Taktu þátt og fordæmdu kynbundið ofbeldi í nafni; mömmu, systur, eiginkonu, vinkonu, dóttur þinnar eða allra kvenna hér. 
Sannar sögur kvenna af kynbundnu ofbeldi