Kynjafnrétti er ekki einkamál kvenna heldur mannréttindamál sem snertir okkur öll. HeForShe er alþjóðleg hreyfing UN Women sem hvetur karlmenn til að beita sér í baráttunni fyrir kynjajafnrétti.

Til að hægt sé að skapa heim þar sem konur standa jafnfætis karlmönnum þarf fólk af öllum kynjum að leggja sitt á vogarskálarnar. HeForShe er ákall til karla og fólks af öllum kynjum til að taka virkan þátt í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Karlmenn þurfa ekki aðeins að taka þátt í samtalinu heldur skuldbinda sig til þess að vera hluti af lausninni.

Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti ekki náð í heiminum fyrr en árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. Milljónir manna á heimsvísu hafa nú þegar tekið skrefið og skuldbundið sig til þátttöku í baráttunni í nafni #heforshe hreyfingarinnar.

Hvað er að vera #HeForShe?

Að vera HeForShe er að sýna baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna stuðning í orði og á borði. Hver einasta manneskja getur gert ýmislegt til þess að láta til sín taka í sínu nærumhverfi.

Mikilvægt er að karlmenn taki þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um hlutverk kynjanna t.d. á vinnustöðum, innan veggja heimilisins og við uppeldi barna sinna. Þá er ekki síður mikilvægt að karlmenn séu meðvitaðir um fjarsamfélag sitt þar sem gróf mannréttindabrot eiga sér stað á hverjum einasta degi. Kíktu hingað til þess að fá fleiri nytsamlegar ábendingar um hvernig þú megir bæta líf stráka og stelpna í kringum þig.

Hvað getur þú gert?
  • Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Taktu samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvettu hann til að leita sér hjálpar
  • Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
  • Hringdu á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
  • Tilkynntu stafrænt kynferðisofbeldi og netníð sem þú verður vitni að
  • Rúmlega þriðjungur kvenna í heiminum hefur verið beittur kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
  • 750 milljónir núlifandi kvenna hafa verið giftar fyrir 18 ára aldur
  • Yfir 200 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna hafa verið limlestar á kynfærum sínum 
  • Konur og stúlkur eru 71% þolenda mansals, þar af hafa 3 af hverjum 4 verið hnepptar í kynlífsánauð
  • Rúmlega helmingur kvenna í heiminum sem voru myrtar á árinu 2017 voru myrtar af maka eða fyrrverandi maka
Taktu þátt og fordæmdu kynbundið ofbeldi í nafni; mömmu, systur, eiginkonu, vinkonu, dóttur þinnar eða allra kvenna hér. 
Sannar sögur kvenna af kynbundnu ofbeldi