fbpx

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sendir frá sér yfirlýsingu vegna jarðskjálftans í Marokkó

Heim / Fréttir / Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sendir frá sér yfirlýsingu vegna jarðskjálftans í Marokkó

Föstudagskvöldið 8. september reið öflugur jarðskjálfti yfir Marokkó. Skjálftinn, sem mældist 6,8 að stærð, átti upptök sín í Atlasfjöllunum nærri Marrakesh og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Fjöldi látinna er kominn yfir 2800 þegar þetta er ritað, langflest í Al-Haouz og Taroudant héruðum. Svipaður fjöldi fólks særðist í skjálftanum og fleiri þúsund hafa misst heimili sín og sofa utandyra. Enn er margra saknað.

Mynd: Sameinuðu þjóðirnar

Björgunarfólk frá fjórum löndum er komið til Marokkó til björgunarstarfa og fleiri hafa boðið fram aðstoð. Enn hefur ekki tekist að ná til sumra þorpa sem urðu illa úti en hindranir á vegum og krefjandi aðstæður gera björgunarteymum erfitt fyrir. Fyrsta mat viðbragðsaðila er að mikil þörf sé á þvottaaðstöðu, skjóli, heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð. 

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu vegna jarðskjálftans. Þar lýsti hann yfir fullum stuðningi við ríkisstjórnina í Marokkó og fólkið í landinu og minnti á að Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar að aðstoða eins og þörf er á.  

 

UN Women í Marokkó

Svæðisskrifstofa UN Women fyrir Maghreb löndin (Alsír, Marokkó og Túnis) er staðsett í Marokkó og vinnur að því að ná fram jafnrétti kynjanna, valdefla konur og stúlkur og uppræta kynbundið ofbeldi í ríkjunum þremur, sem hafa unnið ötullega að þessum markmiðum síðastliðna tvo áratugi. Þetta gerir UN Women með gildi og aðferðafræði stofnunarinnar að leiðarljósi og í samvinnu við stjórnvöld, félagasamtök og borgarasamfélagið. 

UN Women um allan heim bíða nú eftir tilmælum frá skrifstofunni í Marokkó vegna skjálftans, en venjan er að skrifstofan í því landi sem við á leggi línurnar varðandi þá vinnu sem þarf að fara í þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Vanda þarf vel til verka og meta aðstæður með þarfir kvenna og stúlkna að leiðarljósi. Við munum upplýsa um næstu skref um leið og þau liggja fyrir og við vitum að hver mínúta skiptir máli. 

Anthony Guetaras, aðalframkvæmdastjóri SÞ. Mynd: Sameinuðu þjóðirnar.

Related Posts